
Skólinn hafinn að nýju, þarf bara að segja mig úr einum áfanga vegna árekstrar (eru að berjast um nákvæmlega sömu stokkana og ég meika ekki að taka einn áfanga í utanskólanámi, þó síðasta önn hafi verið meira og minna tekin utan skóla og á hörkunni). Ég og Jón Örn kláruðum
síðuna, bíðum enn eftir þakklæti og rassakossum, en so far, hef ég persónulega bara fengið "skiptu um mynd helvítið þitt!" já, laun heimsins eru...tjah ekki handa öllum. Ég er kominn með hugmynd að lokaritgerð sem ég stefni á að massa í sumar og næsta haust, þarf bara að fynna kennara til að vinna að verkefninu með og hvaðeina sem ég þarf að hafa á hreinu og næsti vetur verður sá rólegast í þrjú ár, doldið sérstakt að vinnuálag skuli fara minnkandi, nema mér finnist það bara því ég er að verða gáfaður?
Hvað felst annars í því að vera gáfaður? Fólk leitar til manns með spurningar og ætlast til að hinn gáfaði hafi svörin á reiðum öndum, fólk vinnur við að svara svona spurningum, það kallar sig heimspekinga og opnar stofur á laugaveginum þar sem alvörugefið fólk í alvörugefnum hugleiðingum getur gengið inn og velt fyrir sér tilveru heimsins, tilgangi lífsins og hvort hljóð heyrist í skóginum eða ekki. Ég vil ekki vera þannig gáfaður, ekki það að ég hafi eitthvað á móti heimspekilega gáfuðu fólki eða að ég treysti mér ekki til að hugsa út fyrir rammann, ég meina, ég borgaði mig til að sjá matrix 2 og 3 af fúsum og frjálsum vilja og ekki var það spennunnar vegna eða öflugs og frumlegs söguþráðar eins og í matrix 1.
Ég held það sé meira hressandi að vera booksmart til að ná í almennilega vinnu, þar sem viðhorfið er ekki í ætt við x stjórnunarkenningu McGregors, þar sem launamaðurinn fær borgað fyrir að gera eins og yfirmaðurinn segir og gefur þannig yfirmanninum þá fróun að vera viljalaust verkfæri í höndum hans, sem hann getur mótað eins og leir og misnotað eins og hann væri staddur í Bangkok. En hvað er gáfað(smart) við það? Nú ég er ekki viljalaust verkfæri heldur sel ég hugsun mína og greind til hæstbjóðanda, enda er hugurinn það dýrmætasta sem við eigum, sá eiginleiki sem greinir okkur frá hinum dýrum náttúrunnar og það sem gerir okkur einstök