sunnudagur, desember 25, 2005

Krákustígar

Gleðileg jól, farsælt komandi og allt það. Að sjálfsögðu kom nóg af jólagjöfum, maður fer seint að sofa og vaknar snemma (fylgir). Næsta skref er að klára heimasíðuna fyrir áramót ásamt Jóni Erni, klára gta san andreas og lotr maraþonið sem er planlagt ásamt því að vinna dagvakt þar sem menn biða pinnstífir eftir því sem ég hafði lofað að sýna þeim og mun það vekja mikla lukku í aðstöðu neyðarlínunnar

mánudagur, nóvember 28, 2005

kjaafti


Prófin að nálgast sem og jólin, með tilheyrandi prófkvíða og stressi, sem blandast í svitastorkið andrúmsloft þjóðfélagsins sem berst við að hafa jólin hátíðleg, með góðu eða illu jafnvel á síðustu stundu.
Þessi próf eru einhvern veginn öðruvísi heldur en vorprófin hvað þetta varðar, stúdentar á starfsnámsstigi, sem er eini hópur þjóðfélagsins sem er réttlætt að geti ekki staðið í vitleysu eins og að vinna og þannig lagt sitt af mörkum við fjármagnsframleiðslu og fær þess vegna nokkurs konar framfærslu af ríkinu, en ríkið passar samt upp á það að ekki sé hægt að verða ríkur eða lifa vel af þessum lánum, því guð hjálpi okkur öllum ef stúdentar tækju upp á því að springa úr velmegun, nei, við skulum meira að segja láta þá borga fyrir að búa til meiri auð til samfélagsins með háskólagráðunni sinni, þó síðastliðin 90+ ár hafi háskólanám verið ég veit ekki hvað mikið niðurgreitt.
Ég held að það sé þess vegna, sem jólaprófin leggjast verr í mig en vorprófin, því á vorin er lífið farið að kvikna á ný, námsfólk flest komið með vinnu (þeir sem ekki fá vinnu á sumrin veit ég hreinlega ekki hvar enda verð ég að viðurkenna) og fólk er náttúrulega yfirmáta sátt með að löngum vetri sé lokið og sumarið taki við með blóm í haga og börn í bala

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Þröngt á þingi


Fargan og gargandi plássfrekja og vitleysa!

Þegar ég í hægðum mínum ætlaði að finna rasshvílu til þess að ég þyrfti ekki að glósera úr stjórnunarbókinni komst ég að því, mér til hryllings, að ekkert sæti var laust á því svæði á 3ju hæð í odda, sem virðist vera skilgreint fyrir pöpulinn, við það tókst mér að hugsa og fattaði, hey, þarna bak við þennan vegg, er kappnóg pláss, af hverju ekki að nýta það til að tylla rassinum? Hvers konar starfsemi fer framm þarna á bak við? Er það þarna sem þeir nemendur sem fá hæstar einkunir vinna fyrir einkununum sínum? (Heyri engin hljóð sem benda til að nokkurs konar starfsemi fari fram) eða er þetta svæði actually notað til að læra og ef svo, hvers vegna fæ ég ekki að fara vestur fyrir berlínarmúrinn? Mig langar í twizzler og kók! Mig langar til að geta fengið að læra, enda borga ég fyrir námið mitt með dýrum dómum og niðurgreiddu skráningargjaldi(allavegana enn þann dag í dag), ég vil ekki þurfa að berjast um sæti í hvert skipti sem ég ætla að læra, ég vil ekki þurfa að sitja á rassinum í heilu og hálfu dagana bara til að hafa öruggt sæti, ég vona að íkornar hendi mér ekki ofan í incinerator

mánudagur, nóvember 14, 2005

No TV and no beer makes homer go something something

Reyndar sá ég of mikið sjónvarp í gær, það er að segja, ég vissi ekki hvenær ég ætti að hætta. Asnaðist til að sjá Idolið endurtekið (enn ein af þessum bölvuðu endurtekningum sem ég stressa mig ekki yfir að ná). Án þess að ég fari eitthvað nánar út í þáttinn (hef engan áhuga á því) þá ætla ég bara að koma þökkum til aðstandenda Idolsins yfir því algjöra metnaðarleysi að velja bara eitt lag sem stráka eða stelpuhópar virtust geta valið og þar af leiðandi sungið eitt af tveim lögum í langan langan langan tíma og hefur mér tekist að copy/paste-a það rækilega í heilann með þeim afleiðingum að það overridar allan þann lærdóm sem ég ætti að vera búinn að skila af mér fyrir prófið í kvöld. Spurning hvort ég verði að leika keilu fyrir Columbine framhaldsskólann ef ég fell? getum kallað það bowling for stöð2? allaveganna yrði það flott bíóefni fó sjó

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Allt að fara til fjandans


Ég var að athuga hvað Mikjáll, alls óskyldur nafna sínum Jökulsyni, ódæmdum barnaníðingi, var að rita og fann þar innblástur að þessari færslu.

Til hvers að kaupa klám, when you can get a perfectly decent porn for free? Nema tekið verði upp á því að banna eða ritskoða internetið og öll umferð manualt síað af kellingum sem geta ekki fengið vinnu annars staðar og fá útrás sína með því að meina heiðarlegum ungum drengjum um "þróun" sína. Eigum við ekki bara að banna bjórinn aftur, hann stuðlar jú að lauslæti fólks(allavega notaður sem afsökun fyrir því) og meðan við erum að því, hvers vegna ekki að borga með sígarettum, birta sígarettu auglýsingar á sama tíma og barnaefnið er, því rettan veldur tjörutyppum og garanterar of skjótan dauðdaga (fyrir þá sem ekki lenda í óhappi í millitíðinni)=> er jákvæð fylgni milli aukningu á sígarettureykingum og lækkandi fæðingarhlutfalli og minnkandi ævilíkum og geta þannig þessar kellingar verið ungar að eilífu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af unga fólkinu í dag, því byltingar þessara bitru kellinga, var svo miklu vægari heldur en bylting ungra kynsystra þeirra er í dag

miðvikudagur, október 19, 2005

You don't make friends with salads


á leiðini í skólann, heyrði ég frétt um að mínir ástkæru vinir (skv. para social interaction) væru brátt teknir til sýninga í mið-austur asíu, sem er að sjálfsögðu ekkert nema gott og blessað. það sem mér líkaði hins vegar ekki, var það að v. trúarbragða er allt sem heitir svínsát og bjórdrykkja cuttuð út úr þáttunum. Hvað er það? Þetta er jafn mikil vitleysa og að ætla að kötta bjórneyslu sjónvarpspersóna hér á Íslandi v. áfengisbanns, sbr. bann um umfjöllun á sígarettum, nema til að draga fram skaðsemi reykinga.
Þó svo ég skilji það og virði, upp að ýmsu marki, að trúarbrögð hafa haft áhrif á allt samfélag manna meira að segja lengur en elstu beinagrindur sem fundist hafa muna, þá set ég strikið undir pennann þegar ákveðið er fyrir mig hvers lags fjölmiðlaefnis ég neyti, hvar og hvenær og hvert innihald þess efnis er.
Það er marktækt fylgi 1, miðað við alfa 0.01 við það að aðhyllast mín trúarbrögð, vera í mínum trúarbragðaflokki og stuðningur við frjálsa pressu, sama með hvaða aðferðum það kynni að þurfa að beita til að ná og viðhalda því markmiði

mánudagur, október 17, 2005

If horse racing is the sport of king, then surely bowling is a very good sport as well


Hin æruverðuga og fjöldavæna stjórn sociologicu bauð pöpilnum í vísindaferð í ameríska sendiráðið þökk sé hinum háæruverðugu könum og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir. Rætt hefur verið um ferðina sem mikinn söxxess, enda ekki við öðru að búast, þegar teigaðar eru háamerískar böddweisser veitingar, sem komnar eru fram yfir síðasta söludag, sem eru þeim eiginleikum gæddar að losnar um feimið málbein pöpulsins og öreigarnir taka upp á því að spyrja spurninga í átt til ræðumannsins (sem stóð sig reyndar með þvílíkum ágætum að eftir var tekið). Eini gallinn við þá ferð, var náttúrulega að ekki tókst að fá leyfi fyrir fleiri en 25 manns (nota bene, hefur viðskiptadeildinni tekist að púlla þá frumlegu hugmynd að heimila aðeins 25 að koma í landsvirkjun (sem réð við 40 félagsfræðinemendur og annað til meðal líffræðinemendana), spurning hvort verið sé að búa til eftirspurn?)

Ég vil nú ekki taka allan heiðurinn af þessari vísindaferð, þó ég hafi komið henni í gegn, it was a team effort, eða eins og Homer J. Simpson sagði: "Bowling is a team effort, an I was the one who came up with the whole team idea, ME!"

föstudagur, október 14, 2005

Sendiboði hins illa, or just plain evil?


Sem vefsíðustjóri, er það hlutverk mitt að birta tilkynningar kjörinnar stjórnar, félagsins sem ég var unanimously kosinn til að representa, enda einn í framboði og ekki hafnað (eins og dæmi hefur verið um), enda hinn kosturinn að hafa engan vefstjóra og þar með yrði síðan matrix svört og græn, sem ég verð að segja, að ég bíð spenntur eftir að fá útskýringu á, ÚT AF HVERJU ÞAÐ LÚKK VARÐ FYFIR VALINU, en það er aukaatriði.
Nú, sem sendiboði hins illa, kom það í minn hlut, mér algjörlega óafvitandi að ég hefði verið kosinn til slíks hlutverks, að segja hér ágæti dreng frá því að hann hefði misst af próf sem gildir ekki nema 33% af lokaeinkun (ég er núna að rembast við að skrifa ritgerð sem gildir 8% minna af heildareinkun, sem kostar tíma frá simpsons, sem veldur alvarlegum fráhvarfseinkennum eins og: þunglyndi, malaríu, niðurgangi, kvíghósta, júgursárum, náttblindu, dagblindu, daufdimbu, málhelti, hrúðurköllum, hlaupböngsum, heróínfíkn, leti, trúvillu, djöfladýrkun, skurðgoðadýrkun og kaþólsku allt í einu, ofskynjunum, missi ökuskírteinis, fátækt, húsnæðisleysi, alnæmi, klamydíu, sárasótt, svarta dauða, kjúklingaveikini, spánsku veikinni, elli og dauða).
skiljanlega valda þessi einkenni ákveðnu veseni, en ég tók þó prófið í kenningum í félagsvísindum, þannig að ég er þó betur staddur heldur en þessi aðili. af hverju fer ég að hugsa um Mr. Burns?

fimmtudagur, september 08, 2005


Hera heldur þessu fram, ég er ósammála

1. Kyssið okkur ekki nógGóður og langur koss er stór hluti af forleiknum. Ef þú ert að flýta þér það mikið að þú gleymir að sinna kossahlutanum er líklegt að þú náir ekki að æsa okkur nóg upp.
Þú mátt heldur ekki gleyma að kyssa á móti, annars get ég eins kysst ryksugu

2. Blása inn í eyrað á okkurÞað er greinilega einhver gróusaga í gangi um að við elskum að láta blása í eyrað á okkur. Þetta er lygi. Tunga sem sleikir eyrnasnepilinn blíðlega er aftur á móti allt annað mál!
ok, þér finnst ekki gott að blásið sé í eyrað á þér, ekkert mál, geri það bara fyrir e-a sem fílar'ða
3. Eru órakaðirVið getum alveg viðurkennt að órakaðir menn geta verið sexý á götum úti. En prófaðu að nudda sandpappír á innanverð lærin eða á hökuna. Húðin mun sennilega flagna og ekki sérlega þægilegt.
skil það vel, órakaðir kvenmenn eru bæði ósexy og leiðinlegir viðkomu. I like my workspace clean, just like you like my chin clean
4. Klemma brjóstin á okkurVið skulum fá það á hreint að konubrjóst eru ekki bolludeig sem á að hnoða, eða melóna sem þarf að þrýsta á til að athuga hvort hún sé orðin nógu þroskuð til að borða. Karlmenn! Farið gætilega með brjóstin á okkur og einbeitið ykkur frekar að geirvörtunum.
Bíddu, á ég ekki að fá eitthvað útúr þessu líka?
5. Bíta í geirvörturnarÞegar menn sleikja eða sjúga geirvörturnar er það yfirleitt yndislegt. En þegar varnarlausar geirvörturnar verða að naghring er það ekki svo yndislegt lengur.
Varstu ekki að biðja um aukna athygli á geirurnar? Annaðhvort allan pakkann eða ekki neitt
6. Snúa uppá geirvörturnarÍ guðanna bænum hættið að snúa uppá geirvörturnar á okkur eins og þið séuð að stilla útvarpið í bílnum. Geirvörturnar okkar eru ekki takkar.
Ég ítreka það sem ég sagði áðan
7. Gleyma ákveðnum líkamshlutumÞað finnast fleiri líkamshlutar á okkur en brjóst og undirstell. T.d. axlir, háls, hryggur og rass.
En þetta eru staðirnir sem gera konuna áhugaverða
8. Hjálpa konunni ekki úr fötunumEkki bara liggja við hliðina á okkur með hendina niðri í nærbuxunum okkar. Ef að þú virkilega vilt tæla kvennmann, hjálpaðu henni þá úr fötunum.
Tip for later, ef þú vilt virkilega tæla karlmann, klæddu þig þá á sexy hátt úr fötunum og leyfðu honum að geyma höndina þar sem hann telur að sé æsandi fyrir sig
9. Eiga ekki smokkaMaðurinn kemur með okkur heim. Og klæðir sig í smokk. Svoleiðis er það bara...
Og hvað svo? Ertu ekki búin að margreyna að koma því að karlmaðurinn sé ekki einn í þessu?
10. Ráðast á snípinnGjörið svo vel að umgangast snípinn með virðingu. Ekki þrýsta, snúa eða sjúga hann. Reynið frekar að nudda gætilega í kringum snípinn.
check!
11. Taka pásur Ef að þið takið pásu þýðir það stopp fyrir okkur. Þá þurfið þið að byrja frá byrjun. Ef að við erum byrjaðar að hitna, haltu þá áfram. Þú getur líka farið þér hægt á meðan þú fullnægir okkur. Það gefur bónus á endanum.
ekki taka pásu, fara sér samt hægt, make up your mind woman!
12. Klæða okkur úr fötunum í vitlausri röð Engin kona vill líta asnalega út. Og maður lítur líka asnalega út þegar neðri líkamshlutinn er nakinn en maður er ennþá klæddur í sokka og peysu/bol.
Ef þú vilt ráða því hvernig þú ferð úr fötunum, er þá ekki best að þú gerir það sjálf, þá finnst þér þú vera meira sexy, mér er sama hvernig þú ferð að því, bara meðan þú gerir það og ef að þú endilega vilt að ég klæði þig úr fötunum, þá máttu búast við því að ég geri það eins og mér hentar
13. Ráðast á sköpinNeðri kroppur konunnar er meira en eitt gat. Taktu þér tíma áður en þú ræðst á það.
þú vilt sem sagt að ég taki mér pásu!
14. Nudda of harkalegaNudd getur alltaf skapað góða stemmingu. En skildu nuddaðferðina frá nuddaranum þínum eftir heima. Ef að þú gengur of harkalega til verks getur það dregið úr stemmningunni.
ég get alveg eins skemmt mér með nammihlutina þína
15. Fara fyrst úr buxunumRöðin ætti að vera: bolur, sokkar, og svo buxurnar. Aldrei öfugt! Það er ekkert eins ósexý og karlmaður sem stendur á hvítu tennissokkunum með "vininn" hangandi niður fyrir bolinn. Þetta atriði er ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á!
ef þú vilt að ég fari á einhvern ákveðinn hátt úr fötunum, skalt þú sjá um það, annars geri ég það sem mér finnst þægilegt og hana nú
16. Flýtir sér of mikiðGefðu okkur tíma, ekki flýta þér eins og þú eigir lífið að leysa. Við munum gefa þér merki um þegar við viljum að þú setjir allt á fullt.
En ég hélt að þú vildir að ég héldi áfram þegar þú værir farin að hitna, viltu ekki bara hita þig með víbranum, meðan þú tottar mig, svo þegar ég er tilbúinn, skulum við koma okkur að verki
17. Eru of harðhentir í rúminuÞað fær okkur til að líða eins og við séum nýkomnar úr tveggja vikna reiðtúr, án hnakks!
Þá skaltu sleppa því að biðja mig um að setja allt á fullt, því þegar það fer á fullt, þá fer það á fullt
18. Koma of fljóttÞetta er mjög algengt. Margir karlmenn koma of fljótt, og þess vegna er gott að hafa B plan um hvernig þú getur fullnægt okkur.
WHY? Ég er búinn að fá mitt og þarf þess vegna ekki meira og búinn að skila minni vinnu
19. Koma of seintÞetta er nýtt! Þú ert enginn sexgúrú, bara af því að þú getur haldið út í tvo tíma án þess að "koma". Allt er þreytandi til lengdar.
Nei nú ertu bara að bulla, þú getur ekki staðið í svona haltu slepptu sambandi. Annaðhvort viltu að hann fái'ða snemma eða seint, það er í raun enginn millivegur
20. Allt of gætileg munnmökÞú ert ekki lítill kettlingur sem að lepur mjólkina í þig. Notaðu tunguna! Rúllaðu, víbraðu og gerðu bylgjur með tungunni á snípnum.
En varstu ekki bara rétt áðan að biðja um að ekki yrði ráðist á hann?
21. Þrýsta höfði okkar niður við munnmökNei konum líkar alls ekki að láta þrýsta höfðinu á sér niður að getnaðarlim mannsins. Já, þetta er gert í klámmyndunum og nei þetta "fílum" við alls ekki í raunveruleikanum.
En ÉG fíla þetta! Síðan hvenær varð kynlíf woman's issue?
22. "Koma" í munnin okkarSæði er á bragðið eins og saltvatn, blandað með eggjahvítu. Það eru ekki allar konur sem að líkar þetta bragð. Segðu til svo að við náum að forða okkur áður en þú "færð það".
Eins og þú sagðir, þá eru ekki ALLAR konur sem fíla það, hvernig veistu hvort þú fílar það eða ekki, ef þú hefur aldrei prófað það?
23. Líkja eftir klámmyndKlámmyndir eru skemmtun en ekki námskeið í kynlífi. Konur eru í raunveruleikanum ekki eins og þær sem að leika í þessum myndum. Þú þarft ekki að glenna lappirnar á okkur svakalega út. Það þarf nefnilega ekki að vera pláss fyrir heilt tökulið í klofinu á okkur.
Nei, en það kryddar svo sannarlega sexið og ég fíla mig betur
24. Eru of hugmyndasnauðirÞessar sömu tvær stellingar geta orðið leiðinlegar. Reyndu eitthvað nýtt!
Þess vegna var klámið búið til, til að gefa skemmtilegar hugmyndur
25. Eru oft tæknilegirKama Sutra, tantrasex o.s.frv. Ef að við viljum stunda jóga hefðum við sennilega farið á námskeið.
Heyrðu, eigum við ekki bara að fara í þessar tvær stellingar aftur?
26. Gefa okkur sogblettErtu 12 ára gamall? Allir sem svara þessari spurningu neitandi hætta að gefa sogbletti á stundinni!
Hvað finnst þér svona slæmt við sogbletti, ákveðið merki um að þú hafir fengið eitthvað action og þar af leiðandi ekki einhver súr stelpa sem lifir á sítrónum
27. Tala "dirty" í rúminuSumum líkar að láta tala "dirty" við sig í rúminu, öðrum líkar það ekki. Spurðu okkur hvort að við "fíli" það.
Þú bara fílar að fá the lazy eye
28. Halda að allt sé yfirstaðið þegar hann er búinn að "koma"Sýningunni er ekki lokið fyrr er allir eru fullnægðir. Það er ekkert verra en menn, sem halda að samræðinu sé lokið, bara af því að þeir eru fullnægðir.
Ég er búinn að fá mitt og þar af leiðandi er þessu lokið, nema þú viljir fá the lazy eye
29. Þakka fyrir sig eftir kynlífVið stundum kynlíf af því að okkur langar til þess ekki til að þjónusta þig!
Ég er búinn að fá mitt og mér líður vel, allt þér að þakka, mér finnst það nú reyndar lágmarkskurteisi að þakka það sem vel er gert fyrir mig, alveg eins og þegar haldið er hurðinni opinni fyrir mig

föstudagur, september 02, 2005

Trúarbrögð


Það er synd að segja að ég sé kirkjurækinn maður. Reyndar hef ég alls farið í kirkju, frá því ég fermist (96) 5 (fimm) sinnum. Ég man að mamma reyndi að koma á þeirri hefð að við færum í kirkju á aðfangadagskvöldi, en hún áttaði sig fyrr, frekar en síðar, að það væri bara vitleysa og gengi ekki.

Það kom því sjálfum mér skemmtilega á óvart, að ég fengi bréf á emilinn minn, frá universal life church um að ég væri orðinn ordained minister, eða vígður prestur.

Hvernig fór ég að því, kann einhver að spyrja, sem saklaust lamb x-kynslóðarinnar, er einn mesti áhrifavaldur í mínu lífi sjónvarpið og fylgi ég hugmyndafræði þessa rafmagnskassa eins og þumbald og uppvakningur, allaveganna þegar mér finnst það gefa mér skemmtilega og frumlega hugmynd, sem er kannski ekki frumleg þegar hún er komin í sjónvarpið, heldur útvatnaður vatnsgrautur a' la Ásta Sóllilja. Nema hvað, að í þeirri seríu af Simpsonsfjölskyldunni, sem ég ídolæsa svo mikið að ég myndi hoppa fram af brú, ef Hómer myndi gera það, og mér þætti það góð hugmynd (Reyndar er Hómer skrifaður það heimskur karakter, að ég held að það þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því og gerist aðeins í 99 tilvikum af hverjum hundrað að mér þyki hugmyndir hans góðar.

Að þeim útúrdúr slepptum, var komið að því að hann rækist á góða hugmynd. Hann fór á netið og útvegaði sér online ordination og fór að sjá um giftingar, sem kirkjan var algjörlega á móti og hringdi Sr Lovejoy kirkjuklukkum á allar mótbárur., enda sá hann snöggfengan gróða í því.

Einn daginn í vinnunni, þegar var nákvæmlega ekkert sem ég og vinnufélagar mínir þurftum að gera (enginn skóli=engin heimavinna=engar áhyggjur í vinnunni minni), fórum við að tala um þennan þátt, eftir að hafa horft á hann og ákváðum að prófa þetta og viti menn, eins og ég sagði áður, fékk ég þarna instant ordination og má sjá um allar kirkjulegar athafnir í bandaríkjunum, nema umskurð, enda tæki ég sjálfur slíkt ekki í mál *hrollur*

Í gamni mínu, athugaði ég hvort ég gæti nýtt nýfengin réttindi mín hér á Íslandi og komst að því að jú, það er möguleiki, en ég sé ekki fram á nennu að standa í þvíumlíku skriffinnskuskransi alltént í vetur, þar sem ég er í fullu háskólanámi, fullri vinnu, er í stjórn nemendafélags félagsfræðinema og verð að rembast við að dripla körfubolta með Ármenningum í vetur, næsta sumar ætla ég að púsla saman lokaritgerðinni minni og þannig heldur vítahringurinn áfram, kannski þegar ég vinn í víkingalottóinu og hætti að vinna, þó konan haldi áfram að vinna, enda kaupi hún ekkert miðann, heldur ég:p.

Þess vegna hef ég ákveðið, algjörlega upp á mitt einstaka og einlæga fordæmi að setja fyrir framan nafnið mitt virðingarheitið Séra (Sr)

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Rassar


Í tilefni gay-pride, komst ég ekki hjá því að láta þennan nauðsynlega líkamshluta

þetta líkamsop er uppspretta hláturs, vellíðunar, efnavopnaframleiðslu, spekúlasjóna, og greddu.

Konur, sem kjósa að draga að sér athygli, reyna oft að beina athygli nágranna sinna, með því að láta skína í fitulagið, sem umlykur líkamsopið, enda er hreinn og snyrtilegur afturendi mun skemmtilegra umhugsunarefni, en hlutverkið sem honum var ætlað af náttúrunni. Hverjum finnst til dæmis prumpulykt sexy, eða jafnvel hægðir og sú ólykt sem getur komið af sýrðum hægðum.

Ég geri mér grein fyrir því, að á öldum áður, fyrir uppruna smokksins, hafi samfarir farið að einhverju leyti fram í gegnum endaþarmsopið, enda tilvalið að veita (karlmanninnum sem penetreitar) kynferðislega lausn, þó þiggjandinn(oftast kona), fái sennilegast ekki sömu umbun fyrir erfiðið. Ég geri mér grein fyrir því, að samfarir af þessu tagi, hafi ekki verið þær snyrtilegustu í heimi, enda hreinlæti ekki beint til fyrirmyndar, get skilið ef það hefur verið vandamál í orgíum (hópkynlífi), þar sem munnmök hafa farið fram, vona að gefendur munnmaka hafi allavegana fengið það í gegn að *einnota*vatn hafi verið notað eftir hverja afturendaburtreið.

Afturendasamfarir hafa í umræðunni mikið tengst samkynhneigðum karlmönnum (hommum, *gay*-mönnum), enda ekki skrýtið, karlmenn, eins og þeir eru, vilja dreifa sæði sínu, og það oft. þess vegna held ég að sú stereóýmind að hommar hafi áhuga á að stunda kynlíf oft og mikið, sé tilkomin, hvort sem þeir standi allir undir henni eða ekki, enda ekki mikill fræðimaður á því sviði.

En vegna mikils áhuga, hvet ég kvenmenn heimsins að sýna á sér rassinn, vel og mikið og skreytið jafnvel með skemmtilegum klæðnaði og ekki segja nei við smá skelli á bossann

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Things to do while on sumarfrii


1. Nauthólsvíkin í góðu sólskini og í skjóli frá norðanáttinni, sem vill kæla frekar óþyrmilega í brunasárunum
2. Fara í verslanir, sem hafa stóra glugga, sem snúa beint í sólina og hegða sér eins og það fífl sem maður er bara til þess eins að fara í taugarnar á annars þolinmóðum framhaldsskólastelpum sem eru að safna pening til þess að geta komist í kynsvallið í eyjum um versló
3. Stunda kaffihús og þannig klára mánaðarlaunin sín
4. Labba eins síns liðs í 101 klukkan 3 um nóttu í miðri viku og fá þannig Palli var einn í heiminum tilfinningu (mæli ekki með því ef þú þjáist af höfnunarfælni og þunglyndi. Litlar líkur á kynmökum, þannig að kynlífsfíklar ættu að fylgja ráði þolinmóðu verslunarstúlknanna)
5. Spila Warcraft og þannig bjarga sjálfum þér frá því að verða úti í sólinni og fá húðkrabbamein eftir 10-20 ár
6. Horfa á allar fjórar seríurnar af 24, ef þú tekur allar fjórar seríurnar í einum rykk og verður þannig ósofinn í 4 daga, get ég lofað paranoiu og upptöku geðklofa
7. Sleppa því að taka sumarfrí, enda eina fólkið sem þú umgengst, er fólkið sem þú vinnur með
8. Krúsa á einkamál.is í von um að finna einhvern sem vill jafnvel fara á stefnumót með þér eftir að þú hefur sent viðkomandi mynd sem þú fannst þegar þú gúgglaðir sjálfan þig á gúggúl
9. Panta leigubíl, fá far á þingvelli, drekka vodka dry á leiðinni, fá þér að pissa á þingvöllum, og þannig spila rússneska rúllettu uppá von og óvon að leigubílstjórinn fari ekki á meðan þú tappir af (gott að geyma að borga)
10. Skrifa lista um hvað hægt sé að gera til að stytta tímann í sumarfríinu
Gamla síðan ónýt, löngu búinn að gleyma passwordinu og notendanafninu.