sunnudagur, desember 31, 2006

Áramót

Frábært!

Ég var búinn að vera svo duglegur að krota færslu sem síðan fokkast upp. Ég hélt að gmail blogger væri svo solid. *Hroki og pirringur*


Er byrjaður á síðustu vakt ársins sem þýðir aðeins eitt, eða í raun tvennt: Ég mun ekkert þurfa að vinna á þessum vettvangi aftur í ár og eftir áramót verða aðeins 24 sem ég þarf að eyða í þetta starf. Maður mun samt sakna sumra þátta starfsins en svo sannarlega ekki allra...Til dæmis gang og endurstillt, svo dæmi séu tekin

Fyrsti erfinginn er rétt ókominn og fylgir smá *égeraðbíðaeftirjólunum*fílingur blandaður við *éghefekkihugmyndumhvaðégvaraðkomamérútí*fíling


Einnig mun ég skipta um starfsvettvang á árinu, klára B.A. verkefni, fá háskólagráðu byrja á M.A. námi og halda áfram að vera sætur sykurpúði

miðvikudagur, desember 06, 2006

Ástralska þingið afléttir banni við einræktun

Ástralska þingið samþykkti í morgun, að aflétta banni við því að einrækta mannsfóstur til stofnfrumurannsókna. Öldungadeild ástralska þingsins samþykkti lagafrumvarp þessa efnis í nóvember og fulltrúadeildin samþykkti frumvarpið í morgun með 82 atkvæðum gegn 62. John Howard, forsætisráðherra, og fleiri leiðtogar stjórnarflokksins, voru andvígir frumvarpinu
http://mbl.is

Spurning hvort sé verra í siðferðislegu tilliti, hvalveiðar eða einræktun?

Hvort er verra, að koma vilja sínum fram á aðra eða virða rétt einstaklingsins/þjóðarinnar?

Mér finnst framganga Ástrala eiginlega vera með þeim hætti að líkja megi við nauðgun þar sem gerandinn síðan pissar á fórnarlambið eftir á, slíkur er hrokinn hjá þessari fanganýlendu.

Ég virði rétt Ástrala til að hefja einræktun, þó svo að siðferðislega kunni einhverjum að finnast það rangt að einrækta...telja það storka gegn vilja guðs, hlutgerving mannsins yrði algjör o.s.fr.v.

Hins vegar má líka benda á að með einræktun er vissulega hægt að sérsmíða varahluti handa þeim sem á þurfa halda, t.a.m. missi einhver útlim. Einræktun gæti þess vegna tekið fyrir hendurnar á eðlilegri þróun, sem gæti haft góðar og slæmar afleiðingar í för með sér, eftir því hvort þú lítur á það frá macro eða micro sjónarhorni.

Macro: Survival of the fittest. Ef veikum einstaklingum er leyft að vaxa og dafna kann það að leiða til veikingar fyrir mannkynið í heild sinni vegna kynblöndunar. Hver er hins vegar bær um að segja til hver sé veikur og hver ekki? Slíkt vald hlýtur að vera æskilegt öllum valdaþyrstum einstaklingum enda orðið nokkurs konar guðavald og hafa margir tekið sér það vald í gegnum aldirnar. Röðin gæti verið komin að Áströlskum vísindamönnum?

Micro: Allir vilja lifa vel og lengi, en kemur ekki að því fyrr eða síðar að þú sért orðinn það gamall að þú lifir ekki lengur vel, þó þú hafir lifað lengi? Fyrr eða síðar mun líkaminn verða þreyttur, gamall, lúinn og stirður. Það að geta fengið varahluti hlýtur að vera mjög æskilegt fyrir veikt og lasið fólk enda lengir það og bætir líf þess.
Það að geta öðlast langlífi gæti orðið til þess að meðalaldur lengist, starfaldur lengist og þar af leiðandi munu menntunarkröfur aukast. Fólk mun hafa minni tíma fyrir börn og fjölskyldulíf vegna krafna vinnumarkaðarins sem leiðir til fólksfækkunar og fyrr eða síðar verður ekki hægt að framkvæma fleiri skurðaðgerðir á líkamanum sem leiðir til mjög hárrar elli sem þýðir að annaðhvort verður ríkið að sjá um gamalt fólk, það sjá um sig sjálft, sem kann ekki góðri lukku að stýra, eða börnin þess sjái um það eins og í gamla daga, en vegna þess að fólkið hafði ekki tíma fyrir börn á það engann að og verður úr vöndu að ráða fyrir ríkisstjórnir framtíðarinnar.

Ég segi því við Ástrala, takið til í ykkar eigin bakgarði áður en þið vælið yfir því hvað fólk hinum megin á hnettinum er að gera. Sérstaklega ef þið eruð að gera tilraunir sem gætu leitt mannkynið til glötunar og það sem við erum að gera er einungis að afla meiri fæðu handa mannkyninu, en fæða er jú eins og vatn, undirstaða lífs. Þess vegna er hægt að líkja hvalveiðum og klónun við kúk og brauð. Flestir myndu kjósa hið síðara, þó þið viljið ata brauðið skít.