fimmtudagur, september 08, 2005


Hera heldur þessu fram, ég er ósammála

1. Kyssið okkur ekki nógGóður og langur koss er stór hluti af forleiknum. Ef þú ert að flýta þér það mikið að þú gleymir að sinna kossahlutanum er líklegt að þú náir ekki að æsa okkur nóg upp.
Þú mátt heldur ekki gleyma að kyssa á móti, annars get ég eins kysst ryksugu

2. Blása inn í eyrað á okkurÞað er greinilega einhver gróusaga í gangi um að við elskum að láta blása í eyrað á okkur. Þetta er lygi. Tunga sem sleikir eyrnasnepilinn blíðlega er aftur á móti allt annað mál!
ok, þér finnst ekki gott að blásið sé í eyrað á þér, ekkert mál, geri það bara fyrir e-a sem fílar'ða
3. Eru órakaðirVið getum alveg viðurkennt að órakaðir menn geta verið sexý á götum úti. En prófaðu að nudda sandpappír á innanverð lærin eða á hökuna. Húðin mun sennilega flagna og ekki sérlega þægilegt.
skil það vel, órakaðir kvenmenn eru bæði ósexy og leiðinlegir viðkomu. I like my workspace clean, just like you like my chin clean
4. Klemma brjóstin á okkurVið skulum fá það á hreint að konubrjóst eru ekki bolludeig sem á að hnoða, eða melóna sem þarf að þrýsta á til að athuga hvort hún sé orðin nógu þroskuð til að borða. Karlmenn! Farið gætilega með brjóstin á okkur og einbeitið ykkur frekar að geirvörtunum.
Bíddu, á ég ekki að fá eitthvað útúr þessu líka?
5. Bíta í geirvörturnarÞegar menn sleikja eða sjúga geirvörturnar er það yfirleitt yndislegt. En þegar varnarlausar geirvörturnar verða að naghring er það ekki svo yndislegt lengur.
Varstu ekki að biðja um aukna athygli á geirurnar? Annaðhvort allan pakkann eða ekki neitt
6. Snúa uppá geirvörturnarÍ guðanna bænum hættið að snúa uppá geirvörturnar á okkur eins og þið séuð að stilla útvarpið í bílnum. Geirvörturnar okkar eru ekki takkar.
Ég ítreka það sem ég sagði áðan
7. Gleyma ákveðnum líkamshlutumÞað finnast fleiri líkamshlutar á okkur en brjóst og undirstell. T.d. axlir, háls, hryggur og rass.
En þetta eru staðirnir sem gera konuna áhugaverða
8. Hjálpa konunni ekki úr fötunumEkki bara liggja við hliðina á okkur með hendina niðri í nærbuxunum okkar. Ef að þú virkilega vilt tæla kvennmann, hjálpaðu henni þá úr fötunum.
Tip for later, ef þú vilt virkilega tæla karlmann, klæddu þig þá á sexy hátt úr fötunum og leyfðu honum að geyma höndina þar sem hann telur að sé æsandi fyrir sig
9. Eiga ekki smokkaMaðurinn kemur með okkur heim. Og klæðir sig í smokk. Svoleiðis er það bara...
Og hvað svo? Ertu ekki búin að margreyna að koma því að karlmaðurinn sé ekki einn í þessu?
10. Ráðast á snípinnGjörið svo vel að umgangast snípinn með virðingu. Ekki þrýsta, snúa eða sjúga hann. Reynið frekar að nudda gætilega í kringum snípinn.
check!
11. Taka pásur Ef að þið takið pásu þýðir það stopp fyrir okkur. Þá þurfið þið að byrja frá byrjun. Ef að við erum byrjaðar að hitna, haltu þá áfram. Þú getur líka farið þér hægt á meðan þú fullnægir okkur. Það gefur bónus á endanum.
ekki taka pásu, fara sér samt hægt, make up your mind woman!
12. Klæða okkur úr fötunum í vitlausri röð Engin kona vill líta asnalega út. Og maður lítur líka asnalega út þegar neðri líkamshlutinn er nakinn en maður er ennþá klæddur í sokka og peysu/bol.
Ef þú vilt ráða því hvernig þú ferð úr fötunum, er þá ekki best að þú gerir það sjálf, þá finnst þér þú vera meira sexy, mér er sama hvernig þú ferð að því, bara meðan þú gerir það og ef að þú endilega vilt að ég klæði þig úr fötunum, þá máttu búast við því að ég geri það eins og mér hentar
13. Ráðast á sköpinNeðri kroppur konunnar er meira en eitt gat. Taktu þér tíma áður en þú ræðst á það.
þú vilt sem sagt að ég taki mér pásu!
14. Nudda of harkalegaNudd getur alltaf skapað góða stemmingu. En skildu nuddaðferðina frá nuddaranum þínum eftir heima. Ef að þú gengur of harkalega til verks getur það dregið úr stemmningunni.
ég get alveg eins skemmt mér með nammihlutina þína
15. Fara fyrst úr buxunumRöðin ætti að vera: bolur, sokkar, og svo buxurnar. Aldrei öfugt! Það er ekkert eins ósexý og karlmaður sem stendur á hvítu tennissokkunum með "vininn" hangandi niður fyrir bolinn. Þetta atriði er ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á!
ef þú vilt að ég fari á einhvern ákveðinn hátt úr fötunum, skalt þú sjá um það, annars geri ég það sem mér finnst þægilegt og hana nú
16. Flýtir sér of mikiðGefðu okkur tíma, ekki flýta þér eins og þú eigir lífið að leysa. Við munum gefa þér merki um þegar við viljum að þú setjir allt á fullt.
En ég hélt að þú vildir að ég héldi áfram þegar þú værir farin að hitna, viltu ekki bara hita þig með víbranum, meðan þú tottar mig, svo þegar ég er tilbúinn, skulum við koma okkur að verki
17. Eru of harðhentir í rúminuÞað fær okkur til að líða eins og við séum nýkomnar úr tveggja vikna reiðtúr, án hnakks!
Þá skaltu sleppa því að biðja mig um að setja allt á fullt, því þegar það fer á fullt, þá fer það á fullt
18. Koma of fljóttÞetta er mjög algengt. Margir karlmenn koma of fljótt, og þess vegna er gott að hafa B plan um hvernig þú getur fullnægt okkur.
WHY? Ég er búinn að fá mitt og þarf þess vegna ekki meira og búinn að skila minni vinnu
19. Koma of seintÞetta er nýtt! Þú ert enginn sexgúrú, bara af því að þú getur haldið út í tvo tíma án þess að "koma". Allt er þreytandi til lengdar.
Nei nú ertu bara að bulla, þú getur ekki staðið í svona haltu slepptu sambandi. Annaðhvort viltu að hann fái'ða snemma eða seint, það er í raun enginn millivegur
20. Allt of gætileg munnmökÞú ert ekki lítill kettlingur sem að lepur mjólkina í þig. Notaðu tunguna! Rúllaðu, víbraðu og gerðu bylgjur með tungunni á snípnum.
En varstu ekki bara rétt áðan að biðja um að ekki yrði ráðist á hann?
21. Þrýsta höfði okkar niður við munnmökNei konum líkar alls ekki að láta þrýsta höfðinu á sér niður að getnaðarlim mannsins. Já, þetta er gert í klámmyndunum og nei þetta "fílum" við alls ekki í raunveruleikanum.
En ÉG fíla þetta! Síðan hvenær varð kynlíf woman's issue?
22. "Koma" í munnin okkarSæði er á bragðið eins og saltvatn, blandað með eggjahvítu. Það eru ekki allar konur sem að líkar þetta bragð. Segðu til svo að við náum að forða okkur áður en þú "færð það".
Eins og þú sagðir, þá eru ekki ALLAR konur sem fíla það, hvernig veistu hvort þú fílar það eða ekki, ef þú hefur aldrei prófað það?
23. Líkja eftir klámmyndKlámmyndir eru skemmtun en ekki námskeið í kynlífi. Konur eru í raunveruleikanum ekki eins og þær sem að leika í þessum myndum. Þú þarft ekki að glenna lappirnar á okkur svakalega út. Það þarf nefnilega ekki að vera pláss fyrir heilt tökulið í klofinu á okkur.
Nei, en það kryddar svo sannarlega sexið og ég fíla mig betur
24. Eru of hugmyndasnauðirÞessar sömu tvær stellingar geta orðið leiðinlegar. Reyndu eitthvað nýtt!
Þess vegna var klámið búið til, til að gefa skemmtilegar hugmyndur
25. Eru oft tæknilegirKama Sutra, tantrasex o.s.frv. Ef að við viljum stunda jóga hefðum við sennilega farið á námskeið.
Heyrðu, eigum við ekki bara að fara í þessar tvær stellingar aftur?
26. Gefa okkur sogblettErtu 12 ára gamall? Allir sem svara þessari spurningu neitandi hætta að gefa sogbletti á stundinni!
Hvað finnst þér svona slæmt við sogbletti, ákveðið merki um að þú hafir fengið eitthvað action og þar af leiðandi ekki einhver súr stelpa sem lifir á sítrónum
27. Tala "dirty" í rúminuSumum líkar að láta tala "dirty" við sig í rúminu, öðrum líkar það ekki. Spurðu okkur hvort að við "fíli" það.
Þú bara fílar að fá the lazy eye
28. Halda að allt sé yfirstaðið þegar hann er búinn að "koma"Sýningunni er ekki lokið fyrr er allir eru fullnægðir. Það er ekkert verra en menn, sem halda að samræðinu sé lokið, bara af því að þeir eru fullnægðir.
Ég er búinn að fá mitt og þar af leiðandi er þessu lokið, nema þú viljir fá the lazy eye
29. Þakka fyrir sig eftir kynlífVið stundum kynlíf af því að okkur langar til þess ekki til að þjónusta þig!
Ég er búinn að fá mitt og mér líður vel, allt þér að þakka, mér finnst það nú reyndar lágmarkskurteisi að þakka það sem vel er gert fyrir mig, alveg eins og þegar haldið er hurðinni opinni fyrir mig

föstudagur, september 02, 2005

Trúarbrögð


Það er synd að segja að ég sé kirkjurækinn maður. Reyndar hef ég alls farið í kirkju, frá því ég fermist (96) 5 (fimm) sinnum. Ég man að mamma reyndi að koma á þeirri hefð að við færum í kirkju á aðfangadagskvöldi, en hún áttaði sig fyrr, frekar en síðar, að það væri bara vitleysa og gengi ekki.

Það kom því sjálfum mér skemmtilega á óvart, að ég fengi bréf á emilinn minn, frá universal life church um að ég væri orðinn ordained minister, eða vígður prestur.

Hvernig fór ég að því, kann einhver að spyrja, sem saklaust lamb x-kynslóðarinnar, er einn mesti áhrifavaldur í mínu lífi sjónvarpið og fylgi ég hugmyndafræði þessa rafmagnskassa eins og þumbald og uppvakningur, allaveganna þegar mér finnst það gefa mér skemmtilega og frumlega hugmynd, sem er kannski ekki frumleg þegar hún er komin í sjónvarpið, heldur útvatnaður vatnsgrautur a' la Ásta Sóllilja. Nema hvað, að í þeirri seríu af Simpsonsfjölskyldunni, sem ég ídolæsa svo mikið að ég myndi hoppa fram af brú, ef Hómer myndi gera það, og mér þætti það góð hugmynd (Reyndar er Hómer skrifaður það heimskur karakter, að ég held að það þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því og gerist aðeins í 99 tilvikum af hverjum hundrað að mér þyki hugmyndir hans góðar.

Að þeim útúrdúr slepptum, var komið að því að hann rækist á góða hugmynd. Hann fór á netið og útvegaði sér online ordination og fór að sjá um giftingar, sem kirkjan var algjörlega á móti og hringdi Sr Lovejoy kirkjuklukkum á allar mótbárur., enda sá hann snöggfengan gróða í því.

Einn daginn í vinnunni, þegar var nákvæmlega ekkert sem ég og vinnufélagar mínir þurftum að gera (enginn skóli=engin heimavinna=engar áhyggjur í vinnunni minni), fórum við að tala um þennan þátt, eftir að hafa horft á hann og ákváðum að prófa þetta og viti menn, eins og ég sagði áður, fékk ég þarna instant ordination og má sjá um allar kirkjulegar athafnir í bandaríkjunum, nema umskurð, enda tæki ég sjálfur slíkt ekki í mál *hrollur*

Í gamni mínu, athugaði ég hvort ég gæti nýtt nýfengin réttindi mín hér á Íslandi og komst að því að jú, það er möguleiki, en ég sé ekki fram á nennu að standa í þvíumlíku skriffinnskuskransi alltént í vetur, þar sem ég er í fullu háskólanámi, fullri vinnu, er í stjórn nemendafélags félagsfræðinema og verð að rembast við að dripla körfubolta með Ármenningum í vetur, næsta sumar ætla ég að púsla saman lokaritgerðinni minni og þannig heldur vítahringurinn áfram, kannski þegar ég vinn í víkingalottóinu og hætti að vinna, þó konan haldi áfram að vinna, enda kaupi hún ekkert miðann, heldur ég:p.

Þess vegna hef ég ákveðið, algjörlega upp á mitt einstaka og einlæga fordæmi að setja fyrir framan nafnið mitt virðingarheitið Séra (Sr)