fimmtudagur, júní 22, 2006

Does time makes changes or do changes make time?

Allavega hef ég tekið ákvörðun sem ég er afar sáttur við, sem mun valda þónokkrum breytingum á mér og umhverfi mínu ásamt væntanlegri heimsókn þann þriðja janúar næstkomandi ásamt því að ég klára BA ritgerðina mína sem markar skil og lok á þriggja ára námi á háskólastigi sem mun leggja heiminn að fótum mér, all must bow to me, sem er mjög gott.

En fyrir utan væntanleg heimsyfirráð er ekkert að gerast fyrr en að sumarfríinu kemur. Ég hef challengað Andra í brúnkukeppni og hann hefur tekið áskoruninni, enda gerir hann sér gloríur um að vinna mig þar sem hann verður í mánuð í útlöndunum en ég "bara" tvær vikur, þess ber reyndar að geta að ég hef ekki enn misst fyllilega lit síðan ég fór til Evrópu 2004 en Andra mætti flokka undir skilgreininguna á tölvunördi, enda búinn að smíða sína eigils síðu og kann meira á tölvur en ég, en ég er með hámarksvitneskju á tölvum án þess að uppfylla lagaleg lágmarksskilyrði á tölvunördi. Vegna þess að Andri er tölvunörd, er hann fölur og spengilegur. Þess vegna er ég ekki aðeins með forskot á greyið, heldur er ég líka að fara töluvert fyrir neðan miðlínu (aka suður til Afríska hluta Atlantshafsins), meðan hann og hans frú fara til Spánar, síðan til Portúgal og svo til London. Þó þau muni að öllum líkindum njóta sólar á meginlandi Evrópu gleymdist að láta þau vita að í London er ekkert nema þoka og rigning, þannig að því miður þá mun öll sú brúnka sem birtist í Portúgal og Spáni hverfa, skrælna upp og pakka saman áður en komið er á klakann, sem mun gefa mér ástæðu til að ætla að Andri hreinlega fái ekki lit þar sem hann varð ekkert brúnn í Spán og Portúgal. Synd að ég veðjaði ekki bjór á þetta