föstudagur, september 02, 2005

Trúarbrögð


Það er synd að segja að ég sé kirkjurækinn maður. Reyndar hef ég alls farið í kirkju, frá því ég fermist (96) 5 (fimm) sinnum. Ég man að mamma reyndi að koma á þeirri hefð að við færum í kirkju á aðfangadagskvöldi, en hún áttaði sig fyrr, frekar en síðar, að það væri bara vitleysa og gengi ekki.

Það kom því sjálfum mér skemmtilega á óvart, að ég fengi bréf á emilinn minn, frá universal life church um að ég væri orðinn ordained minister, eða vígður prestur.

Hvernig fór ég að því, kann einhver að spyrja, sem saklaust lamb x-kynslóðarinnar, er einn mesti áhrifavaldur í mínu lífi sjónvarpið og fylgi ég hugmyndafræði þessa rafmagnskassa eins og þumbald og uppvakningur, allaveganna þegar mér finnst það gefa mér skemmtilega og frumlega hugmynd, sem er kannski ekki frumleg þegar hún er komin í sjónvarpið, heldur útvatnaður vatnsgrautur a' la Ásta Sóllilja. Nema hvað, að í þeirri seríu af Simpsonsfjölskyldunni, sem ég ídolæsa svo mikið að ég myndi hoppa fram af brú, ef Hómer myndi gera það, og mér þætti það góð hugmynd (Reyndar er Hómer skrifaður það heimskur karakter, að ég held að það þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því og gerist aðeins í 99 tilvikum af hverjum hundrað að mér þyki hugmyndir hans góðar.

Að þeim útúrdúr slepptum, var komið að því að hann rækist á góða hugmynd. Hann fór á netið og útvegaði sér online ordination og fór að sjá um giftingar, sem kirkjan var algjörlega á móti og hringdi Sr Lovejoy kirkjuklukkum á allar mótbárur., enda sá hann snöggfengan gróða í því.

Einn daginn í vinnunni, þegar var nákvæmlega ekkert sem ég og vinnufélagar mínir þurftum að gera (enginn skóli=engin heimavinna=engar áhyggjur í vinnunni minni), fórum við að tala um þennan þátt, eftir að hafa horft á hann og ákváðum að prófa þetta og viti menn, eins og ég sagði áður, fékk ég þarna instant ordination og má sjá um allar kirkjulegar athafnir í bandaríkjunum, nema umskurð, enda tæki ég sjálfur slíkt ekki í mál *hrollur*

Í gamni mínu, athugaði ég hvort ég gæti nýtt nýfengin réttindi mín hér á Íslandi og komst að því að jú, það er möguleiki, en ég sé ekki fram á nennu að standa í þvíumlíku skriffinnskuskransi alltént í vetur, þar sem ég er í fullu háskólanámi, fullri vinnu, er í stjórn nemendafélags félagsfræðinema og verð að rembast við að dripla körfubolta með Ármenningum í vetur, næsta sumar ætla ég að púsla saman lokaritgerðinni minni og þannig heldur vítahringurinn áfram, kannski þegar ég vinn í víkingalottóinu og hætti að vinna, þó konan haldi áfram að vinna, enda kaupi hún ekkert miðann, heldur ég:p.

Þess vegna hef ég ákveðið, algjörlega upp á mitt einstaka og einlæga fordæmi að setja fyrir framan nafnið mitt virðingarheitið Séra (Sr)

Engin ummæli: