mánudagur, september 25, 2006


"Lögreglumenn á Hvolsvelli stöðvuðu á níunda tímanum í morgun, bifhjólamann sem ók á ofsahraða í gegnum sýsluna.
Tilkynnt hafði verið um ofsaakstur bifhjóls á Suðurlandsvegi í austurátt, laust upp úr kl 08 í morgun. Lögreglumenn sáu svo hjólið þar sem því var ekið í gegnum Hvolsvöll, skömmu síðar. Lögreglan hóf eftirför eftir bifhjólinu og náði að stöðva aksturinn um 10 km austan við Hvolsvöll, en ökumaður hafði ekki tekið eftir stöðvunarmerkjum lögreglunnar fyrr.
Ökumaður stöðvaði þá strax akstur og hafði hann þá mælst á um 170 km/klst. Ökumaður bifhjólsins var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á staðnum og má hann eiga von á 70 þúsund króna sekt í framhaldinu."


Ég verð bara að segja eins og er, ég varaði þig við kúturinn.

Mig vantar að komast í klippingu, bað, að sofa, borða, læra, fara í tíma, fara í vinnu, fá mér búkollu og örugglega eitthvað annað.

Komst að því að ég er gjörsamlega ónothæfari í basket með hendina eins og ég er og var ég engin hátíð meðan hendin var góð, sem er vesen.

Búinn að missa hérumbil allan lit, fyrir utan kúkarönd á vinstri handlegg og svo er maginn eins og sykraður grillaður sykurpúði, sem er þokkalegt miðað við höfðatölu og að það eru næstum því 2 mánuðir síðan maður kom heim og fer ég loksins að fara að fá "almennilega" útborgað, sem er betra.

Újá, ég kenni Bjarka um valdaránið í Tælandi og ef kenning mín er rétt, þá gleymist allt tal um Bangcock norðursins get ég sagt ykkur 2 sem slysist hingað

1 ummæli:

Unknown sagði...

Testing

Sindri