föstudagur, mars 23, 2007

Fugl eða leðurblaka? Nei það er...


Airbus A380!


Jamm var bara á leiðinni í skólann í hægðum mínum þegar ég lendi í spyrnu á bústaðaveginum við eitt stykki A380...Það er skemmst frá því að segja að feiti fíllinn vann mig og minn massagolf þrátt fyrir að vega einhvern slatta af tonnum...Held ég hafi aldrei átt séns á að taka hana í spyrnunni út af því að hún er aðeins lengri en 3ja metra golfinn eða 72.8 metrar....eða þá að ég treysti golfinum ekki fyrir að komast upp í 900 metra hraða.
Ég lutlaði því í skólann og horfði á flugstjórann taka útsýnisflugið í einhverju sem best verður lýst sem framlengingarsnúru

föstudagur, janúar 05, 2007

Lítil skvísa

Það kom lítil sæt skvísa í heiminn 2. janúar síðastliðinn og heilsast þeim mæðgum mjög vel

sunnudagur, desember 31, 2006

Áramót

Frábært!

Ég var búinn að vera svo duglegur að krota færslu sem síðan fokkast upp. Ég hélt að gmail blogger væri svo solid. *Hroki og pirringur*


Er byrjaður á síðustu vakt ársins sem þýðir aðeins eitt, eða í raun tvennt: Ég mun ekkert þurfa að vinna á þessum vettvangi aftur í ár og eftir áramót verða aðeins 24 sem ég þarf að eyða í þetta starf. Maður mun samt sakna sumra þátta starfsins en svo sannarlega ekki allra...Til dæmis gang og endurstillt, svo dæmi séu tekin

Fyrsti erfinginn er rétt ókominn og fylgir smá *égeraðbíðaeftirjólunum*fílingur blandaður við *éghefekkihugmyndumhvaðégvaraðkomamérútí*fíling


Einnig mun ég skipta um starfsvettvang á árinu, klára B.A. verkefni, fá háskólagráðu byrja á M.A. námi og halda áfram að vera sætur sykurpúði

miðvikudagur, desember 06, 2006

Ástralska þingið afléttir banni við einræktun

Ástralska þingið samþykkti í morgun, að aflétta banni við því að einrækta mannsfóstur til stofnfrumurannsókna. Öldungadeild ástralska þingsins samþykkti lagafrumvarp þessa efnis í nóvember og fulltrúadeildin samþykkti frumvarpið í morgun með 82 atkvæðum gegn 62. John Howard, forsætisráðherra, og fleiri leiðtogar stjórnarflokksins, voru andvígir frumvarpinu
http://mbl.is

Spurning hvort sé verra í siðferðislegu tilliti, hvalveiðar eða einræktun?

Hvort er verra, að koma vilja sínum fram á aðra eða virða rétt einstaklingsins/þjóðarinnar?

Mér finnst framganga Ástrala eiginlega vera með þeim hætti að líkja megi við nauðgun þar sem gerandinn síðan pissar á fórnarlambið eftir á, slíkur er hrokinn hjá þessari fanganýlendu.

Ég virði rétt Ástrala til að hefja einræktun, þó svo að siðferðislega kunni einhverjum að finnast það rangt að einrækta...telja það storka gegn vilja guðs, hlutgerving mannsins yrði algjör o.s.fr.v.

Hins vegar má líka benda á að með einræktun er vissulega hægt að sérsmíða varahluti handa þeim sem á þurfa halda, t.a.m. missi einhver útlim. Einræktun gæti þess vegna tekið fyrir hendurnar á eðlilegri þróun, sem gæti haft góðar og slæmar afleiðingar í för með sér, eftir því hvort þú lítur á það frá macro eða micro sjónarhorni.

Macro: Survival of the fittest. Ef veikum einstaklingum er leyft að vaxa og dafna kann það að leiða til veikingar fyrir mannkynið í heild sinni vegna kynblöndunar. Hver er hins vegar bær um að segja til hver sé veikur og hver ekki? Slíkt vald hlýtur að vera æskilegt öllum valdaþyrstum einstaklingum enda orðið nokkurs konar guðavald og hafa margir tekið sér það vald í gegnum aldirnar. Röðin gæti verið komin að Áströlskum vísindamönnum?

Micro: Allir vilja lifa vel og lengi, en kemur ekki að því fyrr eða síðar að þú sért orðinn það gamall að þú lifir ekki lengur vel, þó þú hafir lifað lengi? Fyrr eða síðar mun líkaminn verða þreyttur, gamall, lúinn og stirður. Það að geta fengið varahluti hlýtur að vera mjög æskilegt fyrir veikt og lasið fólk enda lengir það og bætir líf þess.
Það að geta öðlast langlífi gæti orðið til þess að meðalaldur lengist, starfaldur lengist og þar af leiðandi munu menntunarkröfur aukast. Fólk mun hafa minni tíma fyrir börn og fjölskyldulíf vegna krafna vinnumarkaðarins sem leiðir til fólksfækkunar og fyrr eða síðar verður ekki hægt að framkvæma fleiri skurðaðgerðir á líkamanum sem leiðir til mjög hárrar elli sem þýðir að annaðhvort verður ríkið að sjá um gamalt fólk, það sjá um sig sjálft, sem kann ekki góðri lukku að stýra, eða börnin þess sjái um það eins og í gamla daga, en vegna þess að fólkið hafði ekki tíma fyrir börn á það engann að og verður úr vöndu að ráða fyrir ríkisstjórnir framtíðarinnar.

Ég segi því við Ástrala, takið til í ykkar eigin bakgarði áður en þið vælið yfir því hvað fólk hinum megin á hnettinum er að gera. Sérstaklega ef þið eruð að gera tilraunir sem gætu leitt mannkynið til glötunar og það sem við erum að gera er einungis að afla meiri fæðu handa mannkyninu, en fæða er jú eins og vatn, undirstaða lífs. Þess vegna er hægt að líkja hvalveiðum og klónun við kúk og brauð. Flestir myndu kjósa hið síðara, þó þið viljið ata brauðið skít.

miðvikudagur, október 11, 2006

"Here´s to alcohol, the cause of...and solution to...all life´s problems"

Ég er að fara í vikufrí frá vinnu, langar þess vegna til að halda upp á það með því að drekkja bjór klukkan sjö að morgni, en ég ætla ekki að gera það af því að:

A Það ber vott um alkóhólisma
B Ég á eftir að vilja fara að sofa þegar ég kem heim
C Ég á ekki bjór (búinn að drekka hann allan)
D Bjór er grennandi
E Bjór getur fengið mann til að missa veruleikaskyn og farið að líta skrýtnum augum á sokkinn sinn

"Here´s to alcohol, the cause of...and solution to...all life´s problems"
Homer Jay Simpson

fimmtudagur, september 28, 2006

50 á steeeðnum

Magni-Ficent.com Magni's Official fansite


Tónleikar á morgun, verða án nokkurs vafa all svakalega svaðalegir og glitrandi sveittir með tveimur stærstu stjörnum Íslandssögunnar og mega menn eins og Egill Skallagrímsson og Steingrímur Bragason fara að gæta sín og safna liði en það þarf eitthvað meira en hreystimenni til að slá af sviði Magna Ásgeirsson og Dilönu er þau snúa baki í hvort annað og berjast sem einn maður, þó líklegt megi þykja að sá maður sé eineggja tvíburi þar sem annar bókstaflega ber litla álfinn uppi.

Einu stjörnunar sem ég sé og svífa ekki fyrir augum mínum verða víst í kvöld þegar slökkt verður á öllum ljósum og okkur verður blastað til fortíðar með góðu eða illu og hefur verið lofað svakalegu sjónarspili á complementeré Bart's comet sem síðan mun leysast upp í eiturskýinu sem svífur yfir vötnum og í undirspili munu kissararnir Gene Simmons og félagar halda uppi stuðinu með slögurum eins og: "ég fæddist til að elska þig" og "spilum og tröllum í alla nótt og höldum uppi stuðinu á daginn", bara svona til að halda uppi sveitaballa réttarstuðinu.

50 af steeeðnum

mánudagur, september 25, 2006


"Lögreglumenn á Hvolsvelli stöðvuðu á níunda tímanum í morgun, bifhjólamann sem ók á ofsahraða í gegnum sýsluna.
Tilkynnt hafði verið um ofsaakstur bifhjóls á Suðurlandsvegi í austurátt, laust upp úr kl 08 í morgun. Lögreglumenn sáu svo hjólið þar sem því var ekið í gegnum Hvolsvöll, skömmu síðar. Lögreglan hóf eftirför eftir bifhjólinu og náði að stöðva aksturinn um 10 km austan við Hvolsvöll, en ökumaður hafði ekki tekið eftir stöðvunarmerkjum lögreglunnar fyrr.
Ökumaður stöðvaði þá strax akstur og hafði hann þá mælst á um 170 km/klst. Ökumaður bifhjólsins var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á staðnum og má hann eiga von á 70 þúsund króna sekt í framhaldinu."


Ég verð bara að segja eins og er, ég varaði þig við kúturinn.

Mig vantar að komast í klippingu, bað, að sofa, borða, læra, fara í tíma, fara í vinnu, fá mér búkollu og örugglega eitthvað annað.

Komst að því að ég er gjörsamlega ónothæfari í basket með hendina eins og ég er og var ég engin hátíð meðan hendin var góð, sem er vesen.

Búinn að missa hérumbil allan lit, fyrir utan kúkarönd á vinstri handlegg og svo er maginn eins og sykraður grillaður sykurpúði, sem er þokkalegt miðað við höfðatölu og að það eru næstum því 2 mánuðir síðan maður kom heim og fer ég loksins að fara að fá "almennilega" útborgað, sem er betra.

Újá, ég kenni Bjarka um valdaránið í Tælandi og ef kenning mín er rétt, þá gleymist allt tal um Bangcock norðursins get ég sagt ykkur 2 sem slysist hingað