
Prófin að nálgast sem og jólin, með tilheyrandi prófkvíða og stressi, sem blandast í svitastorkið andrúmsloft þjóðfélagsins sem berst við að hafa jólin hátíðleg, með góðu eða illu jafnvel á síðustu stundu.
Þessi próf eru einhvern veginn öðruvísi heldur en vorprófin hvað þetta varðar, stúdentar á starfsnámsstigi, sem er eini hópur þjóðfélagsins sem er réttlætt að geti ekki staðið í vitleysu eins og að vinna og þannig lagt sitt af mörkum við fjármagnsframleiðslu og fær þess vegna nokkurs konar framfærslu af ríkinu, en ríkið passar samt upp á það að ekki sé hægt að verða ríkur eða lifa vel af þessum lánum, því guð hjálpi okkur öllum ef stúdentar tækju upp á því að springa úr velmegun, nei, við skulum meira að segja láta þá borga fyrir að búa til meiri auð til samfélagsins með háskólagráðunni sinni, þó síðastliðin 90+ ár hafi háskólanám verið ég veit ekki hvað mikið niðurgreitt.
Ég held að það sé þess vegna, sem jólaprófin leggjast verr í mig en vorprófin, því á vorin er lífið farið að kvikna á ný, námsfólk flest komið með vinnu (þeir sem ekki fá vinnu á sumrin veit ég hreinlega ekki hvar enda verð ég að viðurkenna) og fólk er náttúrulega yfirmáta sátt með að löngum vetri sé lokið og sumarið taki við með blóm í haga og börn í bala
Engin ummæli:
Skrifa ummæli