mánudagur, nóvember 14, 2005

No TV and no beer makes homer go something something

Reyndar sá ég of mikið sjónvarp í gær, það er að segja, ég vissi ekki hvenær ég ætti að hætta. Asnaðist til að sjá Idolið endurtekið (enn ein af þessum bölvuðu endurtekningum sem ég stressa mig ekki yfir að ná). Án þess að ég fari eitthvað nánar út í þáttinn (hef engan áhuga á því) þá ætla ég bara að koma þökkum til aðstandenda Idolsins yfir því algjöra metnaðarleysi að velja bara eitt lag sem stráka eða stelpuhópar virtust geta valið og þar af leiðandi sungið eitt af tveim lögum í langan langan langan tíma og hefur mér tekist að copy/paste-a það rækilega í heilann með þeim afleiðingum að það overridar allan þann lærdóm sem ég ætti að vera búinn að skila af mér fyrir prófið í kvöld. Spurning hvort ég verði að leika keilu fyrir Columbine framhaldsskólann ef ég fell? getum kallað það bowling for stöð2? allaveganna yrði það flott bíóefni fó sjó

Engin ummæli: