föstudagur, mars 10, 2006

Fimm fingra afsláttur (eða 9 fingra afsláttur öllu heldur)

Prófaði ebay í fyrsta skipti og verð að segja að fyrstu kynni voru alveg þokkalega ánægjuleg, en keypti ég þar james bond safnið, x-files safnið og forrest gump á samtals rúmlega $100, sem á því gengi var 6600, sem er mjög gott, enda hef ég eftir ýmsum heimildum að x-files serían útí skífu kosti 14000 (fann hana ekki til sölu á netinu), james bond er á rúmlega 16000, nema snarlækkun hafi orðið frá því ég sá settið síðast til sölu. Mér reiknast til að samtals kosti þetta rúmlega 158000 kr sem er 96% afsláttur!

Talandi um fimm fingra afslátt. Það sagði einhver auglýsingin að búðin væri svo ódýr að ekki þyrfti að ræna hana, ef það væri satt að sú búð væri til, þá er hún til á ebay og er ég að gera mig kláran í að segja skiið við íslenska markaðinn, nema matvöru og fatamarkaðinn ef eitthvað er

Engin ummæli: