þriðjudagur, maí 09, 2006

Duglegur skólastrákur


Fór að velta því fyrir mér í próflestrinum, hve mikill munur er á að læra á framhaldsskólastigi og háskólastigi. Sérstaklega finnst mér mikill munur á fyrsta ári í háskólanum og fyrsta ári í framhaldsskólanum, en á busaárinu mínu í fva árið 1998 skyldi maður gjöra svo vel að láta engann fatta að maður lærði fyrir tíma ellegar sæta refsingum, sem er náttla ekkert nema selflutningur á viðhorfi til skólans frá grunnskóla, enda skyldi ekki undra þar sem 98% 10 bekkinga árið 98 fóru í framhaldsskólanám. Ég hef ekki tölu á hve margir hættu strax á fyrstu önn.

Þetta held ég að sé dæmi sem styður kenningu Bordieu þegar hann segir að átök milli þjóðfélaghópa einkennist í því að ríkjandi habitus fær áskorun/challenge og ef habitusnum tekst ekki að brjóta áskorandann niður er hætt við að áskorandinn taki sér stöðu sem ríkjandi habitus. Þið sem skiljið ekki hvað ég á við, horfiði á Lion King, átökin milli Skara og feðgana ætti að vera skólabókardæmi um þessi átök.

Á fyrsta ári í háskólanum virðast allir keppast við að læra sem mest, ég hef heyrt í kaffistofunni í Odda; ,,Ertu bara búin með 300 blaðsíður, dísús ég kláraði 500 blaðsíður um helgina samt djammaði ég feitt".

Reyndar fylgdi ekki skilgreining á því að djamma feitt með þessari fullyrðingu, en miðað við þessi tvö dæmi má má ætla að háskólamönnum hafi tekist að koma því í kollinn á nemendum að þeir bera sjálfir ábyrgð á heimalærdómi sínum, enda þarf háskólafólk að taka rándýr lán eða leggja ómælt álag á sig við að halda uppi heimili, ef það er svo "óheppið" að vera landsbyggðarpakk og þarf að halda sér á floti í borg syndanna og er það talið til þess fórnarkostnaðar að vera í háskólanámi og réttlæta háskólamenn þannig himinháar launakröfur sínar, sem er mjög gott því ég ætti vonandi að geta fengið eitthvað í minn snúð vegna þessa.

Engin ummæli: